Nokia 2710 Navigation Edition - GPS-móttakari

background image

GPS-móttakari

Ef innbyggður GPS-móttakari er í tækinu er hægt að nota hann með kortaforritinu.
Notkun innbyggðs GPS-móttakara getur tæmt rafhlöðu tækisins fyrr en ella.
Notkun ytri GPS-móttakara

1 Hafðu samhæfa GPS-móttakarann fullhlaðinn og kveiktu á honum.

2 Komdu á Bluetooth-tengingu milli tækisins og GPS-móttakarans.

3 Komdu GPS-móttakaranum fyrir þar sem vel sést til himins.

4 Opnaðu kortaforritið og veldu ytri GPS-móttakarann.
Það getur tekið nokkrar mínútur að koma á GPS-tengingu í fyrsta sinn. Fljótlegt er að

koma á tengingum í kjölfarið, en hafi GPS-móttakarinn ekki verið notaður í nokkra daga,

eða ef þú ert mjög langt frá þeim stað þar sem hann var síðast notaður, getur tekið

svolitla stund að finna öflugt merki.
Einnig er hægt að nota kortaforritið án GPS- móttakara til að skoða kort, leita að

heimilisföngum og stöðum, og skipuleggja leiðir.

Kort 27